fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fókus

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs

Fókus
Mánudaginn 20. október 2025 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttatilkynning 20. október:

Gospel hljómsveitin GIG gefur út nýtt lag sem miðlar trú, von og kærleika Guðs.

Draumur GIG hefur alltaf verið skýr: að gefa öðrum það sem þau eiga, trú, von og kærleika Guðs í gegnum tónlist. Með nýja laginu Hinn eini sanni Guð gefa þau hlustendum innsýn í þá djúpu tengingu sem þau upplifa sjálf í trúnni og boðskap sem þau telja heiminn þurfa á að halda.

Hljómsveitin var stofnuð árið 2002 þegar vinir og tónlistar félagar úr kirkjulífi sameinuðust í löngun sinni til að skapa kraftmikla og andlega nærandi tónlist. Í dag skipa Guðni Gunnarsson (trommur), Daney Haraldsdóttir (söngur) og Emil Hreiðar Björnsson (gítar) kjarna sveitarinnar sem starfar reglulega með öðrum tónlistamönnum eftir verkefnum.

Tónlistin sem brúar himin og jörð

Tónlist GIG sveiflast á milli þess að vera mjúk og hugljúf og yfir í kraftmikið rokk, en alltaf með sama tilgangi: að skapa tengingu við Guð. Fyrir meðlimina er tónlist ekki einfalt listform heldur bæn og leið til að kalla fram nærveru Guðs, bæði í eigin lífi og annarra.

Um lagið Hinn eini sanni Guð

Lagið sem þau hafa nú gefið út er alþjóðlegt gospellag sem hefur farið víða en GIG fór óhefðbundna leið og samdi sinn eigin texta að innblæstri frá eigin trúarreynslu. Yfirlýsingin er skýr: Hinn eini sanni Guð.

Ferlið við gerð lagsins tók rúmt eitt og hálft ár frá fyrstu demóum í stúdíói, yfir í trommutökur, upptökur, raddir, mix og masteringu. Útkoman er lag sem hreyfir við fólki, með djúpum andlegum undirtón og tilgangi.

Tónlistin sem kennir og gefur

„Þetta snýst ekki um okkur heldur um að gefa af okkur,“ segja þau. Þau lýsa því hvernig tónlistin gefur þeim nýjan kraft, frið og tilgang og hjálpar þeim að tengjast öðrum á dýpri máta.

Framtíðin og draumurinn

Markmið GIG er ekki bara að spila á tónleikum heldur að snerta hjörtu. „Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina. Það er upplifun sem ekkert toppar.“ Ef þau fengju að flytja eitt lag fyrir allan heiminn, þá væri það einmitt Hinn eini sanni Guð. „ Ef þú hlustar, þá finnurðu af hverju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest

Svona eiga nýbökuðu hjónin saman: Gefa hvort öðru það sem þau þurfa mest
Fókus
Í gær

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“

Krefst 30 milljóna á mánuði eftir skilnaðinn til að viðhalda „lúxuslífstílnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar

Arnar rekur 70 ára sögu íslenskrar dægurtónlistar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun

Rachael Ray lét sjá sig – Aðdáendur áhyggjufullir yfir furðulegri hegðun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar

Tískusýning Victoria’s Secret var í gær – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun