Fréttatilkynning 20. október:
Draumur GIG hefur alltaf verið skýr: að gefa öðrum það sem þau eiga, trú, von og kærleika Guðs í gegnum tónlist. Með nýja laginu Hinn eini sanni Guð gefa þau hlustendum innsýn í þá djúpu tengingu sem þau upplifa sjálf í trúnni og boðskap sem þau telja heiminn þurfa á að halda.
Hljómsveitin var stofnuð árið 2002 þegar vinir og tónlistar félagar úr kirkjulífi sameinuðust í löngun sinni til að skapa kraftmikla og andlega nærandi tónlist. Í dag skipa Guðni Gunnarsson (trommur), Daney Haraldsdóttir (söngur) og Emil Hreiðar Björnsson (gítar) kjarna sveitarinnar sem starfar reglulega með öðrum tónlistamönnum eftir verkefnum.
Tónlist GIG sveiflast á milli þess að vera mjúk og hugljúf og yfir í kraftmikið rokk, en alltaf með sama tilgangi: að skapa tengingu við Guð. Fyrir meðlimina er tónlist ekki einfalt listform heldur bæn og leið til að kalla fram nærveru Guðs, bæði í eigin lífi og annarra.
Lagið sem þau hafa nú gefið út er alþjóðlegt gospellag sem hefur farið víða en GIG fór óhefðbundna leið og samdi sinn eigin texta að innblæstri frá eigin trúarreynslu. Yfirlýsingin er skýr: Hinn eini sanni Guð.
Ferlið við gerð lagsins tók rúmt eitt og hálft ár frá fyrstu demóum í stúdíói, yfir í trommutökur, upptökur, raddir, mix og masteringu. Útkoman er lag sem hreyfir við fólki, með djúpum andlegum undirtón og tilgangi.
„Þetta snýst ekki um okkur heldur um að gefa af okkur,“ segja þau. Þau lýsa því hvernig tónlistin gefur þeim nýjan kraft, frið og tilgang og hjálpar þeim að tengjast öðrum á dýpri máta.
Markmið GIG er ekki bara að spila á tónleikum heldur að snerta hjörtu. „Við viljum að fólk upplifi Guð í gegnum tónlistina. Það er upplifun sem ekkert toppar.“ Ef þau fengju að flytja eitt lag fyrir allan heiminn, þá væri það einmitt Hinn eini sanni Guð. „ Ef þú hlustar, þá finnurðu af hverju.“