Brighton hefur ekki í hyggju að selja Carlos Baleba, miðjumann sem Manchester United hefur verið áhugasamt um, í janúar, samkvæmt Talk Sport.
United sýndi áhuga á Baleba í sumar en ákvað að stoppa viðræður vegna tregðu Brighton til að selja.
Engar breytingar hafa orðið á áhuga United á leikmanninum, en samkvæmt frétt þurfa þeir að bíða til næsta sumars ef þeir vilja endurvekja áhugann.
Sky Sports News segi að United ætli að einbeita sér að því að bæta við miðjumanni í sumar.
Casemiro er samningslaus í lok leiktíðar og það er raunhæfur möguleiki á að samningur hans verði ekki framlengdur.
Baleba er talinn vera einn af mörgum möguleikum sem United eru að skoða, en einnig er áhugi á Elliot Anderson hjá Nottingham Forest.