fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elliða Vignissyni, bæjarstjóra í Ölfusi, var hótað lífláti eftir að hann skrifaði færslu um baráttukonuna Margréti Kristínu Blöndal. Færslan var eftirfarandi:

„Þá er Magga Stína búin að tryggja frið á Gasa. Ætli við getum fengið hana til að kíkja á Daða Má upp í fjármálaráðuneyti þegar hún kemur heim?”

Margrét, eða Magga Stína, var handtekin á leið sinni til Gaza með Frelsisflotanum, en þangað ætlaði hún að færa lífsnauðsynlegar vistir og lyf.

Elliði vakti athygli á hótuninni í pistli og sagði hana einkenni vókisma, fordæmingu á gríni.

„Við eigum þeim grínistum sem ekki hafa beygt sig í duftið fyrir vókismanum mikið að þakka. Til að nefna einhverja vil ég nefna Sveppa, Hugleik Dagsson og Jón Gnarr. Ég vil líka þakka fjölmiðlamönnum eins og Stefáni Einari og Jakobi Bjarnari fyrir hið sama, þótt það komi úr aðeins annarri átt. Þá eiga þingmenn eins og Jens Garðar, Sigmundur Davíð og Inga Sæland hrós skilið fyrir að láta það eftir sér að hafa gaman, segja brandara og gera grín að sjálfum sér og öðrum. Húmor krefst þess að við viðurkennum að við erum öll mannleg, og stundum fáránleg. Það er í lagi að gera grín, líka þegar aðrir velja að móðgast. Ef vókisminn nær tökum þá takmörkum við hláturinn, og með honum, hluta af mennskunni.“

Sjá einnig: Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Kannski hófst þetta allt með stjórnmálamönnum

Fjölmiðlamaðurinn Þórhallur Gunnarsson hefur nú svarað bæjarstjóranum en Þórhallur bendir á að fólk hafi móðgast undan gríni langt áður en vókismi kom til sögunnar. Mögulega hafi slík móðgunargirni hreinlega hafist í stjórnmálunum.

„Kæri Elliði. Þú ert líklega einn kraftmesti bæjarstjóri landsins og mér hefur alltaf líkað mjög vel við þig.

Þú ert ástríðufullur og hefur trú á þeim verkefnum sem þú tekur að þér og nærð að sama skapi að smita aðra af vinnugleði þinni.

Ég skil þessa fyndni sem spratt upp í höfði þér þennan morgun þegar þú last um Möggu Stínu.

Ég skil líka að það sé leiðinlegt að ekki megi gera grín að öllu í samfélaginu.

Þú talar um móðgunargirni en kannski hófst hún hjá stjórnmálamönnunum sjálfum.“

Spaugstofan móðgaði

Þórhallur bendir á að Spaugstofan móðgaði sannarlega á sínum tíma og særði marga helstu ráðamenn þjóðarinnar. Þeir kvörtuðu þó ekki opinberlega en reyndu að beita áhrifum sínum svo beittasta grínið beindist ekki að þeim. Valdafólk hafi mikil áhrif og beri ekki harm sinn í hljóði þegar það móðgast.

„Þau skrifa reyndar sjaldast skoðanagreinar eins og þú gerðir sem er bara opið og heiðarlegt.

Þau nýta áhrifamátt sinn bak við tjöldin og stundum tekst þeim að drepa grínið eða gagnrýnina sem beinist að þeim.“

Þórhallur segir að Elliði hafi sjálfur ítrekað séð þingmenn og ráðherra kvarta undan einelti í fjölmiðlum þegar þeir fá erfiða umfjöllun. Samt séu þetta aðilar með marga á bak við sig. Elliði sjálfur hljóti að vita að þegar gert er grín að fólki sem berst fyrir hugsjónum, þá kunni því að vera mætt með reiði.

„Þá veltir maður fyrir sér hvernig fólk sem er jafnvel með marga aðstoðarmenn, blaðafulltrúa og stuðningsmenn geti sætt „einelti“.

Elliði, þú þolir það þótt einhverjir séu með upphrópanir og veist að þegar þú gerir grín að fólki sem er að berjast fyrir hugsjónum sínum fyllast margir reiði.

En.. þau hljóta að mega það án þess að þú verðir andvaka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“

Villi Birgis eys Kristján Loftsson lofi – „Það eru fleiri svona menn sem vantar í íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því

Fékk símann aldrei til baka úr viðgerð en var allt of seinn að gera eitthvað í því
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun