fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 10. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu ónefnds manns um endurgreiðslu á flugmiða sem hann keypti og greiddi fyrir á síðasta ári af ónefndu fyrirtæki. Hafði maðurinn keypt miða frá ónefndu landi til Íslands en ætlaði sér hins vegar að kaupa miða frá Íslandi til þessa sama ónefnda lands.

Maðurinn keypti miða aðra leiðina síðla á föstudegi í október 2024 og var ferðin fyrirhuguð 4 dögum síðar. Greiddi hann 29.900 krónur fyrir miðann. Sama dag og hann keypti miðann uppgötvaði maðurinn að hann hafði gert mistök. Hann hafði pantað flug frá ónefnda landinu til Keflavíkurflugvallar en ekki öfugt eins og hann ætlaði að gera. Maðurinn sagði í kæru sinni að skrifstofa fyrirtækisins hafi þá verið búin að loka en hann hafi loks náð sambandi símleiðis við fyrirtækið, á mánudeginum, daginn fyrir fyrirhugaða ferð og óskað eftir því að bókun hans yrði lagfærð eða að kaupverðið myndi ganga upp í nýtt flug og að hann myndi greiða mismun á fargjöldum. Hafi fyrirtækið hafnað því með vísan til skilmála sinna þar sem fram komi að séu minna en sjö dagar í brottför flugs fáist fargjald ekki endurgreitt við afbókun.

Taldi maðurinn þessa skilmála ósanngjarna. Í andsvörum sínum til nefndarinnar vísaði fyrirtækið til skilmálanna og að þar kæmi skýrt fram að væri jafn stutt í flug og í þessu tilfelli væri fargjaldið óafturkræft.

Merkti við

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa segir í niðurstöðu sinni það liggja fyrir að við bókunina á vefsíðu fyrirtækisins hafi manninum verið gert að haka við reit þar sem gefið var til kynna að hann hefði lesið og samþykkt afbókunarreglur og skilmála fyrirtækisins. Í skilmálunum komi skýrt fram að breytingar á bókuðu fari, með minna en 6 vikna fyrirvara, teljist sem afbókun. Sé farið fram á breytingar á bókun 7 dögum eða skemur fyrir brottför fáist ekki endurgreiðsla. Því sé ljóst að maðurinn hafi tekið ákvörðun um að semja við fyrirtækið um þjónustu gegn greiðslu og við kaupin hafi legið fyrir að endurgreiðsla væri ekki í boði.

Nefndin telur þessa skilmála ekki vera ósanngjarna eða andstæða góðri viðskiptavenju í skilningi laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Veigamiklar ástæður þurfi að vera fyrir því að unnt sé að falla frá samningi með þeim afleiðingum að samningurinn verði
óskuldbindandi fyrir aðila.

Nefndin fellst því ekki á kröfu mannsins um endurgreiðslu á kaupverði flugferðarinnar sem var ekki í þá átt sem maðurinn ætlaði sér að fara í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Í gær

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“

Elliði skrifaði færslu um Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu

Yrsa átta mánaða heldur áfram að heilla fólk – Britney deilir myndbandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni