fbpx
Föstudagur 13.desember 2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa

Sakaði fasteignasala um að svindla á sér en fór í hart gegn aðstoðarmanni hans

Sakaði fasteignasala um að svindla á sér en fór í hart gegn aðstoðarmanni hans

Fréttir
11.11.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur sent frá sér úrskurð sinn í máli manns sem var afar ósáttur við viðskipti sín við ónefndan fasteignasala. Sakaði maðurinn fasteignasalann um margvísleg brot og að hafa með þeim valdið sér fjárhagstjóni. Krafðist maðurinn endurgreiðslu og skaðabóta, alls 7,6 milljónir króna. Maðurinn beindi einnig ásökunum sínum að aðstoðarmanni fasteignasalans en Lesa meira

Sakaði verktaka um okur og fór í hart

Sakaði verktaka um okur og fór í hart

Fréttir
08.11.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli ónefnds einstaklings sem krafðist þess að verktaki, sem hafði séð um viðgerðir á glugga fyrir viðkomandi, greiddi til baka hluta af reikningnum sem kærandinn hafði greitt. Einstaklingurinn sem kærði sagði reikninginn óhóflega háan og tók nefndin undir það. Verktakinn svaraði ekki boði nefndarinnar um að veita andsvör Lesa meira

Ferðamaður kom að gistiheimilinu tómu og fylltist kvíða – Skýringin er það íslenskasta sem þú hefur heyrt í dag

Ferðamaður kom að gistiheimilinu tómu og fylltist kvíða – Skýringin er það íslenskasta sem þú hefur heyrt í dag

Fréttir
07.11.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli bandarísks ferðamanns sem fór fram á endurgreiðslu frá ónefndum ferðaþjónustuaðila. Var ástæða þess að þegar ferðamaðurinn, sem er kona, kom á gistiheimili á landsbyggðinni, þar sem hún átti bókaða gistingu, reyndist enginn vera á staðnum auk þess sem að hennar beið lykill að öðru herbergi Lesa meira

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Sögðu ekki sannleikann um hvar bíllinn var geymdur á meðan eigandinn var í útlöndum

Fréttir
05.10.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað eiganda bíls í vil eftir að hann lagði fram kvörtun eftir að hafa keypt þjónustu frá ónefndu fyrirtæki. Snerist þjónustan um að taka við bílnum við Leifsstöð og geyma hann á yfirráðasvæði fyrirtækisins á meðan eigandinn var erlendis. Eigandinn greiddi fyrirtækinu fyrir þessa þjónustu samviskusamlega, þegar hann pantaði hana, Lesa meira

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Slapp undan milljóna reikningi eftir klúður á bensínstöð

Fréttir
03.10.2024

Ónefndur maður sem tók bílaleigubíl á leigu lagði bílaleiguna fyrir kærunefnd vöru- og þjónustukaupa. Maðurinn hafði dælt svokölluðum adblue-vökva á bílinn í stað bensíns. Hafði þetta þær afleiðingar að bæði vél og eldsneytiskerfi bílsins eyðilögðust. Nefndin komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti ekki að greiða bílaleigunni neitt fyrir tjónið en bílaleigan ætlaði Lesa meira

Fær ekki dýrt borð bætt eftir sérkennilega atburðarás

Fær ekki dýrt borð bætt eftir sérkennilega atburðarás

Fréttir
02.10.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur komist að þeirri niðurstöðu að kona nokkur fái ekki sófaborð bætt sem kostaði á þriðja hundrað þúsund króna. Borðið sem er úr ónefndri steintegund brotnaði fljótlega eftir að vatnskanna var lögð ofan á það en skömmu áður hafði barn konunnar stigið upp á borðið. Vildi konan meina að borðið hefði Lesa meira

Íslensk hjón fóru í utanlandsferð og komu heim með ónýta ferðatösku

Íslensk hjón fóru í utanlandsferð og komu heim með ónýta ferðatösku

Fréttir
03.09.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli hjóna sem fóru í utanlandsferð í viku, í janúar síðastliðnum. Vildu hjónin meina að fyrirtækið, sem þau fóru í ferðina hjá, hefði borið ábyrgð á því að ferðataska í þeirra eigu hefði eyðilagst og fóru fram á skaðabætur. Hjónin, karlmaður og kona, fóru í ferðina Lesa meira

Íslenskur unglingur keypti dýran sláttutraktor en fékk hann aldrei

Íslenskur unglingur keypti dýran sláttutraktor en fékk hann aldrei

Fréttir
02.09.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað í máli sem varðar kaup 16 ára drengs á sláttutraktor sem drengurinn greiddi hátt í hálfa milljón króna fyrir. Sláttutraktorinn var hins vegar aldrei afhentur og lagði móðir drengsins því fram kvörtun til nefndarinnar og krafðist endurgreiðslu. Kvörtunin var lögð fram í febrúar síðastliðnum og var endurgreiðslu, alls 399.900 Lesa meira

Seldi hund en tók hann til baka vegna geðrænna veikinda kaupandans

Seldi hund en tók hann til baka vegna geðrænna veikinda kaupandans

Fréttir
30.08.2024

Kærunefnd vöru – og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð í máli sem kona nokkur skaut til nefndarinnar. Snerist málið um að konan hafði keypt hund en seljandinn hafði tekið hundinn af henni og endurgreitt kaupverðið  á þeim grundvelli að hún gæti ekki séð um hundinn vegna geðrænna veikinda sinna. Krafðist konan þess að fá hundinn Lesa meira

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Fréttir
12.04.2024

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli þar sem tveir einstaklingar kröfðust endurgreiðslu og bóta af hálfu aðila sem seldi þeim ferðatengda þjónustu. Vildu einstaklingarnir tveir meina að um vanefndir hafi verið að ræða af hálfu söluaðilans og að steininn hefði tekið úr þegar fararstjóri á vegum söluaðilans hefði viðhaft óviðurkvæmileg Lesa meira

Mest lesið

Ekki missa af