Síðan vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum en þetta byrjaði allt fyrir áratug þegar þau fengu sinn eigin raunveruleikaþátt á Channel 4. Dekruðu unglingarnir gerðu misgáfulega hluti, eins og að sturta niður Rolex úri og skemmta sér við að eyðileggja glæsibifreiðar. En hvar eru þau í dag? Daily Mail greinir frá.
Jack, 26 ára, hélt því eitt sinn fram að fjölskylda hans væri breska útgáfan af Kardashian-fjölskyldunni. Hann var dæmdur í sex ára fangelsi í vikunni fyrir að svindla á ríkum vinum sínum og ættingjum.
Hann þóttist vera milljónamæringur á samfélagsmiðlum og fékk fólk, meðal annars pabba sinn, til að fjárfesta í fyrirtæki hans sem seldi feik merkjavörur.
Yfir tveggja ára tímabil eyddi hinn atvinnulausi Jack um 200 milljónum króna í fimm stjarna hótel, lúxusfrí og merkjavörur.
Timothy var mikið fyrir glæsibifreiðar og að halda svakaleg partý. Margir muna eftir honum sem drengnum sem byrjaði að fá bótox fjórtán ára gamall.
Hann er nú á fertugsaldri, einhleypr og enn ríkur, en fjölskylda hans er í demantabransanum.
Hann tók þó skarpa u-beygju og ver tíma sínum núna að styðja MAGA-hreyfinguna í Bandaríkjunum.
Timothy tók þátt í kosningaherferð Donald Trump í fyrra, eins og sást vel á samfélagsmiðlum hans. Hann hefur einnig birt nokkrar færslur um Covid-samsæriskenningar.
Lana hefur getið sér gott orð sem plötusnúður og flýgur nú ekki bara með einkaþotu í lúxusfrí heldur líka fyrir vinnu, en hún hefur spilað á ýmsum tónlistarhátíðum. Hún ver tíma sínum mest í Ibiza, Mónakó og London.
Hún hefur einnig gefið út skartgripalínu.
En það hefur ekki bara verið rólegheit hjá Lönu, heldur einnig nóg af drama. Systir hennar, Stephanie, slapp naumlega við fangelsisvist árið 2019 eftir að hafa flutt inn ólöglegt snákaskinn til Bretlands.
Ekki nóg með það þá var Lana hluti af framhjáhaldsskandal árið 2013. Hún birti mynd af sér með tónlistarmanninum Robin Thicke en glöggir netverjar tóku eftir því að það var spegill á bak við þau og þá mátti sjá hendi Robin undir pilsi Lönu. Hann var giftur á þeim tíma, en er í dag fráskilinn.
Clarisse er barnabarn franska stjórnmálamannsins Jacques Lafleur. Hún tók einnig u-beygju eins og Timothy en hún sneri sér að menntun. Hún er doktorsnemi við Bond-háskólann í Ástralíu og rannsakar meðal annars fjölskyldufyrirtæki og hvernig eignastýringu innan þeirra er háttað á milli kynslóða.
Hún er einnig stjórnarmaður hjá Fairway Services og Investments.
Sjá alla umfjöllun Daily Mail hér.