fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Game of Thrones stjarna var svipt sjálfræði eftir að hafa verið tæld í sértrúarsöfnuð

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 11. október 2025 18:00

Villingastúlkan Gilly heillaði áhorfendur upp úr skónum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannah Murray, leikkona úr hinum gríðarlega vinsælu þáttum um Krúnuleikana (Game of Thrones) var svipt sjálfræði eftir að hún lék í þeim. Murray hafði verið tæld inn í sértrúarsöfnuð og heilaþvegin.

Sló í gegn

Hin 36 ára gamla Murray, sem kemur frá borginni Bristol á Englandi, sló í gegn í þáttunum um Krúnuleikana. En þar lék hún Villingastúlkuna Gilly í seríum tvö til átta.

Murray hefur leikið í ýmsum öðrum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, meðal annars Skins, God Help the Girl og Detroit.

En síðan árið 2017 hefur farið afar lítið fyrir leikkonunni. Ástæðan er sú að hún missti tökin á tilverunni og lenti í greipum samtaka sem líkjast helst sértrúarsöfnuði.

Murray lýsir þessum tíma í æviminningum sínum sem hún skrifaði á síðasta ári og er væntanleg. Heitir bókin The Make-Believe.

Glímdi við andlega erfiðleika

Murray greinir frá því að hún hafi fyrr á ævinni glímt við andlega erfiðleika. Einkum átröskun sem lagðist mjög þungt á hana. En hún byrjaði að leika í sjónvarpsþáttum í Bretlandi aðeins 17 ára gömul.

„Ég held að viðhalda andlegri heilsu sé eitthvað sem ég hafi þurft að læra á ferli mínum,“ sagði hún í viðtali við tímaritið Backstage. „Í mínu fyrsta hlutverki lék ég stúlku með átröskun sem hafði reynt sjálfsvíg og glímdi við fíkn, þetta var mjög krefjandi hlutverk. Og ég hélt að leikarar þyrftu allir að glíma við angist og þjást, að ég þyrfti að upplifa allar tilfinningarnar og varðveita þær. Ég trúði á hugmyndina um að vera þjáður listamaður. Og það gengur ekki til lengdar.“

Svipt sjálfræði

Murray lýsir því í bókinni hvernig hún var lokkuð inn í samtökin, sem bera öll einkenni sértrúarsafnaðar, svokallaðan lífsstíls-költ. Samtök sem stunda heilaþvott, þvinganir og fjárplógsstarfsemi.

„Þetta er saga um óljósar línur milli hins raunverulega og blekkingarinnar,“ segir í lýsingu bókarinnar. „Þess sem við verðum að sætta okkur við og þess sem við viljum að sé satt, milli traustrar undirstöðu eða heims þar sem allt er mögulegt ef þú gefur þig allan í það. Þetta fjallar um freistingar þeirra sem segjast geta bjargað okkur og hvernig samtök geta blekkt og lofað okkur heilun.“

Þegar Murray sogaðist inn í þennan heim og missti tökin á raunveruleikanum steig fjölskylda hennar inn í og stöðvaði hana. Var hún að lokum svipt sjálfræði sem er stórt skref en getur verið nauðsynlegt til að verja einstaklinga fyrir samtökum sem þessum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum