fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. september 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Martial, fyrrum sóknarmaður Manchester United, er að skrifa undir hjá Monterrey í Mexíkó.

Martial var leystur undan samningi sínum hjá Manchester United í lok tímabilsins 2023-24 og gekk í kjölfarið til liðs við gríska stórliðið AEK Aþenu síðasta september.

Hann lék alls 23 leiki á síðasta tímabili fyrir AEK, skoraði níu mörk og lagði upp tvö, en liðið endaði í fjórða sæti grísku úrvalsdeildarinnar og tryggði sér þar með sæti í Sambandsdeild UEFA.

Martial hefur hins vegar verið fjarri sviðsljósinu að undanförnu og hefur ekki verið í leikmannahópi AEK í síðustu sex leikjum liðsins. Er félagið að reyna að losa sig við hann og er það að takast.

Hafði hann verið sterklega orðaður við Pumas, sem einnig er í Mexíkó, en nú er ljóst að hann fer til Monterrey.

Monterrey er stórt lið í Mexíkó og er Real Madrid goðsögnin Sergio Ramos þar á mála.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich

Chelsea ákært í 74 liðum fyrir brot gegn reglum – Allt gerðist í tíð Abramovich
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“

Barton brjálaður eftir morðið á Kirk og segir fjölmiðla í Bandaríkjunum bera ábyrgð – „Þegiðu helvítis hræsnari“
433Sport
Í gær

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Í gær

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár