fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 1. september 2025 21:00

Dele Alli / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dele Alli og Como hafa komist að samkomulagi um að rifta samningi hans og getur hann því samið við nýtt félag.

Hremmingar Dele halda áfram en hann samdi við Como í janúar en spilaði bara einn leik, hann fékk rautt spjald í honum.

Cesc Fabregas þjálfari Como fékk nóg af Dele og vildi hann burt.

„Dele vildi fá öruggan spilatíma og var ekki í plönum félagsins. Báðir aðilar töldu því rétt að samningi yrði rift áður en glugginn lokar. Félagið þakkar Dele fyrir tíma hans,“ sagði í yfirlýsingu.

Dele átti að verða stjarna í enska boltanum en hann missti flugið hjá Tottenham, hann var seldur til Everton en andleg veikindi gerðu honum erfitt fyrir. Hefur hann talað opinskátt um þau veikindi sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra

Slekkur á hljóðinu þegar misgáfulegir sérfræðingar ræða málin – Elskar þó einn þeirra
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim

Fyrrum stjarna Chelsea með þung orð um Amorim
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá

Fimm stórstjörnur afar ósáttar – Nýjar aðferðir farið öfugt ofan í þá
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í

Toney spenntur fyrir heimkomu – HM spilar inn í
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“

„Hann verður gleymdur, sköllóttur og feitur fljótlega“
433Sport
Í gær

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Í gær

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið

Settu sig í samband við KR en fengu þennan verðmiða í andlitið