Chelsea hefur selt Ben Chilwell til Strasbourg í Frakklandi, gerir hann tveggja ára samning þar.
Chelsea vildi losna við Chilwell en Strasbourg er í eigu Blue Co sem á Chelsea, það voru því hæg heimatök að klára skiptin.
Enzo Maresca hafði engan áhuga á því að hafa enska bakvörðinn áfram, var hann lánaður til Crystal Palace á síðustu leiktíð.
Chilwell var lengi vel fastamaður í enska landsliðinu en hefur ekki náð að halda flugi síðustu ár.
Strasbourg gerði vel á síðustu leiktíð og verður í Sambandsdeildinni í ár.
🚨🔵 EXCLUSIVE: Strasbourg agree deal to sign Ben Chilwell on two year contract, here we go!
Medical done and Chilwell joins ambitious project at Strasbourg with Liam Rosenior with European football. pic.twitter.com/yheoZ5VpkV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 1, 2025