fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Bandaríski blaðamaðurinn fannst heill á húfi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 14:17

Alec Luhn fannst í gærmorgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Alec Luhn, sem leitað hefur verið að í Noregi síðan á mánudag, er fundinn heill á húfi. DV greindi frá málinu í morgun en þá kom fram að Luhn hygðist ganga á jökul í Folgefonna-þjóðgarðinum í Vestur-Noregi

Sjá einnig: Umfangsmikil leit í Noregi að bandarískum blaðamanni

Hann lagði af stað frá bænum Odda þann 31. júlí síðastliðinn en skilaði sér ekki í flug til Lundúna á mánudag. Tilkynnti eiginkona hans, Veronika Silchenko, hvarf hans til norskra yfirvalda í kjölfarið.

Leitarhópar voru ræstir út og var meðal annars notast við sporhunda og dróna við leitina.

CNN hefur eftir norskum yfirvöldum að Luhn hafi fundist með aðstoð þyrlu í norsku óbyggðunum í morgun. Hann hafi verið meiddur á fótum en með meðvitund og við þokkalega heilsu að öðru leyti. Hann var fluttur á sjúkrahús í Bergen þar sem hann dvelur undir eftirliti lækna.

Luhn, sem er 38 ára, hefur látið sig málefni norðurslóða varða í umfjöllunum sínum en hann hefur meðal annars starfað fyrir BBC, National Geographic, The New York Times og CBS á ferli sínum. Hefur hann meðal annars reynt að vekja athygli á hlýnun jarðar í skrifum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“

Vallarstjórinn í Þorlákshöfn ómyrkur í máli eftir atvik í gær – „Engin tilraun var gerð til að kanna eða spyrja um ástand starfsmannsins“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið

Faðir mannsins sem lést á tónleikum Oasis varpar ljósi á slysið
Fréttir
Í gær

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“

Þorvaldur segir líkur á öðru gosi: „Það væri þá í kringum jólin eða eitthvað svoleiðis“
Fréttir
Í gær

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim

Drengirnir með englaandlitin frömdu hræðilegt ódæði – Móðirin hylmdi yfir með þeim