fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Sextán manns ákærð fyrir gamlar syndir: Stal gröfu til að hjálpa vini sínum að byggja hús

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. ágúst 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært 16 manns, þar af 13 karla og þrjár konur, fyrir hin ýmsu brot sem öll eru framin fyrir alllöngu síðan, á árunum 2019 til 2021. Flest ákærðu eru Íslendingar. Brotin varða þjófnað, skjalafals, fikniefnamisferli, byssueign og fleira.

Af lestri ákærunnar virðist hópurinn ekki heildstæður heldur eru einn til þrír aðilar ákærðir fyrir hvert brot og þessir einstaklingar allir tengjast síðan ýmist beint eða óbeint. Virðist sem um sé að ræða uppsöfnuð mál sem hafa dregist í rannsókn eða í meðförum dómsvaldsins.

Fyrirtaka er í málinu við Héraðsdóm Reykjavíkur síðar í mánuðinum en samkvæmt heimildum DV verður stór hluti af ákærunni felldur niður og gerð dómsátt í öðrum ákæruliðum þar sem játað er sök. Mun því málinu ljúka þar og ekki koma til aðalmeðferðar.

Tveir af sakborningunum eru ákærðir fyrir að hafa svikið út heimabíó og tölvuskjá úr verslun Origo með því að framvísa falsaðri beiðni frá Fiskmarkaði Suðurnesja, samtals að verðmæti tæplega 900 þúsund krónur. Í þremur tilvikum eru síðan einstaklingar ákærðir fyrir að svíkja út vörur úr verslun Símans í Ármúla, einnig með fölsuðum beiðnum frá Fiskmarkaði Suðurnesja. Brotin voru framin árið 2019.

Þrír menn eru síðan ákærðir fyrir þjófnað á átta stólum úr verslun Svefn og heilsu í Reykjavík. Þjófnaðurinn var skipulagður en brotið voru framin í nóvember árið 2020.

Fíkniefni frá Belgíu og Dóminíska lýðveldinu

Kona og karlmaður eru sökuð um að hafa reynt að flytja inn, í desember árið 2020, um 350 grömm af kókaíni frá Belgíu. Voru fíkniefnin falin í rafhlöðuhólfi svibrettis sem flytja átti í pakka með DHL flutningafyrirtækinu. Belgísk yfirvöld haldlögðu efnin og komu gerviefnum fyrir í staðinn. Konunni var síðan afhentur pakkinn á heimili hennar.

Fjórir karlmenn eru síðan ákærðir fyrir að hafa í félagi reynt að flytja inn tæp 400 grömm af kókaíni. Brotið var framið í mars árið 2021. Efnin voru falin í loki pappakassa í póstsendingu frá Dóminíska lýðveldinu. Var einn ákærðu í samskiptum við aðila þar í landi um fyrirkomulag sendingarinnar, um hve mikið af efnum yrði sent til Íslands, hvert verðið væri fyrir þau, með hvaða hætti efnin yrðu send til landsins og hvernig ætti að greiða fyrir þau. Gaf aðilinn í Dóminíska lýðveldinu hinum ákærða nákvæmar leiðbeiningar um þetta en lögreglan komst yfir samskiptagögn mannanna.

Stal kerru og skurðgröfu

Einn 16-menninganna er ákærður fyrir að hafa aðfaranótt mánudagsins 14. desember 2020 stolið kerru af gerðinni Ifor Williams við Árskóga í Reykjavík og gröfu af gerðinni Yanmar Vio 3.3. við Köllunarklettsveg, en samtals voru kerran og grafan að verðmæti um 9 milljónir króna. Flutti ákærði gröfuna á kerrunni sömu nótt í Vatnsendahverfið í Kópavogi þar sem annar ákærði var að byggja fasteign.

Einn sakborninga er ákærður fyrir brot á vopnalögum en hann var með skammbyssu af gerðinni Browning í bíl sínum en lögreglan lagði jafnframt halda á fíkniefni sem hún fann á heimili ákærða og konu hans, sem er einnig ákærð í málinu. Fannst tæplega hálft kíló af afmetamíni á heimili þeirra í Grindavík.

Framansagt er aðeins hluti af brotunum sem tilgeind eru í ákærunni, en þau skipta tugum. Sem fyrr segir verður stór hluti brotanna felldur niður en önnur mál verða leyst með játningu og dómsátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“
Fréttir
Í gær

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið

Slagsmál á ströndinni eftir að rússneskt lag var spilað – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“

Meint laundóttir Pútín lætur hann heyra það – „Eyðilagði líf mitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“

Kona sökuð um hafa neytt ketamíni ofan í mann og misþyrmt honum hrottalega – „Með mexíkóskan pottrétt í andlitinu“