Það verður blásið til sannkallaðrar gleðisprengju í N1 höllinni á Hlíðarenda þann 30. desember þegar Retro Stefson loka árinu á stórtónleikunum Síðasti Sjens 2025.
Tónleikarnir í N1 höllinni í fyrra voru að mati margra tónlistarviðburður ársins og verður engu til sparað við að gera Síðasta Sjens 2025 að jafn eftirminnilegum viðburði. Það verða stigin ófá sporin í þessari veislu og drungi og leiðindi verða víðsfjarri segir í tilkyningu um tónleikana.
Miðasala hefst miðvikudaginn 9. júlí kl. 11 á tix.is. Sérstök forsala í gegnum Nova appið hefst þriðjudaginn 8. júlí kl. 10.