fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Pressan

Svona heldur þú köngulóm frá heimilinu að sögn sérfræðings

Pressan
Laugardaginn 5. júlí 2025 18:00

Köngulóin Kim er nú bara vinaleg að sjá og tengist þessu máli ekki neitt sérstaklega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Köngulær eiga það til að slæðast inn í hús og það verður að segjast að á mörgum heimilum eru þær alls ekki velkomnar og skiptir þá engu þótt þær séu ansi nytsamleg dýr í baráttunni við hin ýmsu skordýr.

Það getur verið snúið að losna við köngulær og það er raunar best að koma í veg fyrir að þær skríði inn til okkar og geri sig heimakomnar.

Hreingerningarsérfræðingurinn Anna Louisa, segir að hægt sé að gera heimilið „köngulóarhellt“ með þremur einföldum ráðum.

Hún jós úr viskubrunni sínum, hvað þetta varðar, í myndbandi sem hún birti á samfélagsmiðlinum TikTok en þar er hún með 1,2 milljónir fylgjenda.

Fyrsta ráðið hennar er að úða blöndu af piparmyntuolíu og vatni í gluggana.

Annað ráðið er að dreifa kanilstöngum um húsið.

Köngulær þola ekki kanillykt frekar en af piparmyntuolíu og því ætti þetta að koma að góðu gagni segir hún.

Þriðja ráðið er að setja appelsínuolíu í gólfmoppuna og það skemmir ekki fyrir að eftir því sem Anna segir, þá eru mörg skordýr sem þola ekki þá lykt.

En það er rétt að hafa í huga að þessi góðu ráð eru eiginlega ekki góð fyrir þá sem eiga gæludýr því efnin geta verið stórhættulegt fyrir þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt

Passaðu þig á ókeypis nettengingu í fríinu – Getur reynst dýrt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?

Hefndi Trump sín rækilega á Musk með því að leka upplýsingum í fjölmiðla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi

Varaforseti Taívan segist ekki láta Kínverja hræða sig þrátt fyrir að þeir hafi ætlað að láta hana lenda í bílslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum

Grípa til harðra aðgerða gegn skemmtiferðaskipum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn