Það er ólíklegt að Liverpool sé til í að hleypa Trent Alexander-Arnold til Real Madrid fyrir HM félagsliða.
The Sun greinir frá þessu, en Real Madrid er að fá Trent frítt í sumar. Á hann að ganga í raðir félagsins í byrjun júlí en það vill fá hann fyrir HM.
Hjá Liverpool eru menn þó heldur ósáttir við skipti Trent, sem er að verða samningslaus, og hvernig þau komu til. Vilja þeir því ekki gera Real Madrid neina greiða.
Ljóst er að Real Madrid þyrfti að greiða Liverpool fyrir að fá Trent bakvörðinn fyrr og spurning hvort þeir komi með nógu góða upphæð til að það takist.
Real Madrid hefur leik á HM gegn Al-Hilal 18. júní.