Real Madrid vill fá Dean Huijsen, miðvörð Bournemouth, til sín áður en HM félagsliða hefst í næsta mánuði.
Spænska stórveldið er búið að virkja 50 milljóna punda klásúlu í samningi Huijsen. Hann er tvítugur miðvörður sem hefur slegið í gegn með Bournemouth á leiktíðinni, en hann kom þangað síðasta sumar frá Juventus.
Real Madrid er einmitt í leit að manni í þá stöðu og nú er spænski landsliðsmaðurinn á leiðinni. Sjálfur vill Huijsen ólmur ganga í raðir Real Madrid og verða því ekki nein vandræði að semja um hans kjör.
Real Madrid hefur verið í vandræðum með miðvarðastöðuna á leiktíðinni en Antonio Rudiger, Eder Militao og David Alaba hafa allir misst af stórum hluta þess.
Huijsen á í raun ekki að ganga í raðir Bournemoth fyrr en um mánaðarmótin júní-júlí en Real Madrid vill fá hann áður en það spilar sinn fyrsta leik gegn Al-Hilal á HM.