Brynjar Björn Gunnarsson er í viðtali við Chess after Dark en eitt af því sem hann ræðir er brottrekstur sinn frá Grindavík.
Brynjar var rekinn frá Grindavík eftir örfáa leiki í fyrri en liðið sat þá í fallsæti í Lengjudeildinni.
Brynjar rifjar upp brottrekstur sinn sem kom beint eftir jafntefli við Keflavík. „Leikmenn fara í sturtu, ég fer í viðtöl og svo eru pizzur inni í fundarherbergi fyrir liðið og þjálfara. Síðan kemur Haukur (Formaður Knd) og kallar mig inn í annað hliðarherbergi og réttir mér uppsagnarbréfið. Þetta er hálftíma eftir leik,“ segir Brynjar.
„Ég var heppin að fá bréfið ekki bara í hálfleik, það hefur þurft að skipta um blek í prentaranum.“
Brynjar segir brottreksturinn ekki sitja í sér, en sendir pillu um leið. „Þetta situr ekkert í mér, þeir tapa svo öllum leikjum gegn þessum liðum sem við gerum jafntefli við í þessi hrinu.“
Brynjar telur að atvik þar sem sonur stjórnarmanns kom við sögu hafi orðið til þess að hann var rekinn og rekur þá sögu.
„Ég held að það eigi einhvern þátt, ég vil ekki tala um leikmanninn. Hann er ungur og á engan þátt í þessu. Við vorum með miðvörð sem meiðist á æfingu daginn fyrir leik, hann var tæpur. Leit út fyrir að hann myndi ekki spila, ég var búin að ákveða hópinn. Ég bæti unga manninum við og það mæta 19 á leikstað. 19 maðurinn hver sem það hefði verið, sá meiddi eða strákurinn hefði verið á skýrslu sem liðstjóri. Það verður svo þannig að sá sem var meiddur getur verið með á bekknum og endar á að spila fimm mínútur.“
„Á meðan þá gleymist að láta unga strákinn vita að hann yrði 19 maður og yrði að hita upp með okkur og svona. Enginn afsökun, ég var einn með liðið því Orri Hjaltalín (Aðstoðarþjálfari) var veikur. Það voru færri hendur á svæðinu sem hægt var að nota.“
„Ég baðst afsökunar en þetta var ekki efst í huga mínum þegar leikurinn var og þegar hann kláraðist, síðan er æfing á mánudegi og þá mætir drengurinn ekki á æfingu. Þá fer maður að velta þessu fyrir sér, mér datt þetta aldrei í hug. Ég veit hverju ég eg hef ekki lent í, maður mætir þá á æfingu og tekur það samtal.“