Sean Dyche fyrrum stjóri Everton er harður á því að hann væri að gera betri hluti með Manchester United en Ruben Amorim.
Amorim hefur ekki fundið flugið með United eftir að hann tók við í nóvember.
„Hann ætlar ekki að breyta um leikstíl, Ruben Amorim verður að fara að vinna leiki fyrr en síðar,“ segir Dyche sem var rekinn frá Everton í vetur.
„Ef ég færi þarna og spilaði minn fótbolta, við. myndum vinna fleiri leiki. Það væri bara 4-4-2 og einfaldur fótbolti.“
„Hann hefur verið þarna í nokkuð langan tíma núna og þarf að fara að vinna leiki.“
Dyche á sér þann draum að stýra United. „Það var allltaf og er enn draumurinn að taka við United, það er vegna stærðar félagsins. United er ekki á besta staðnum núna en kraftarnir í þessu félagi eru svakalegir.“