Chelsea er með fimm framherja á blaði fyrir félagaskiptagluggann í sumar. BBC greinir frá þessu.
Nicolas Jackson hefur leitt línuna hjá Chelsea undanfarin tímabil en telja margir hann ekki nógu góðan til að gera það áfram ef liðið vill komast í fremstu röð.
Því er líklegt að Chelsea bæti við sig framherja í sumar og koma þar nokkrir til greina. Félagið er sagt horfa til hins sjóðheita og eftirsótta Viktor Gyokeres hjá Sporting, en sá er mikið orðaður við Arsenal þessa dagana.
Þá er Liam Delap hjá Ipswich á blaði. Hann er fáanlegur á aðeins 30 milljónir punda en undanfarna daga hefur verið fjallað um að líklegast sé að hann endi hjá Manchester United.
Benjamin Sesko, framherji RB Leipzig sem hefur lengi verið eftirsóttur, er þá á listanum og þar eru einnig Huko Ekitike hjá Frankfurt og Victor Osimhen, sem er á láni hjá Galatasaray frá Napoli.