Inter ætlar að reyna að fá Joshua Zirkzee frá Manchester United í sumar. Þetta kemur fram í ítölskum miðlum.
Zirkzee kom til United síðasta sumar frá Bologna og greiddi enska félagið 36 milljónir punda fyrir hann. Það er þó óhætt að segja að hollenski sóknarmaðurinn hafi ekki staðist væntingar á leiktíðinni, frekar en flest allir í liði United.
Zirkzee hefur skorað þrjú mörk í 32 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hefur Inter þó trú á að hann geti kveikt á sér aftur á Ítalíu, þar sem hann þekkir deildina vel.
Inter vill fá Zirkzee á láni í sumar með kaupmöguleika eftir næstu leiktíð.