fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 14. maí 2025 13:30

Coleen Rooney og Rebekah Vardy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebekah Vardy eiginkona Jamie Vardy hefur samþykkt það að greiða Coleen Rooney 1,19 milljónir punda.

Um er að ræða lögfræðikostnað sem Coleen lagði út þegar hún vann dómsmál gegn Rebekah.

Þær voru eitt sinn vinkonur þegar Jamie Vardy og Wayne Rooney léku saman í enska landsliðinu en fljótt fór allt í apaskít.

Enska götublaðið The Sun hafði flutt mikið af fréttum af Coleen og eiginmanni hennar, Wayne. Til að byrja með voru fréttirnar allt um persónulegt líf þeirra hjóna. Til að byrja með voru fréttir The Sun allar réttar, upplýsingarnar komu eftir að Coleen Rooney, hafði deilt upplýsingum með nánum vinum á Instagram.

Vardy mætir til leiks
Getty Images

Coleen skildi ekki af hverju allar þessar upplýsingar rötuðu í The Sun, hún var aðeins með nána vini á þessum lokaða Instagram reikningi. Það kom því ekkert annað til greina en að vinkona eða vinur hennar væri að leka upplýsingum í blaðið. ,,Í nokkur ár hefur einhver sem ég treysti til að fylgja mér á persónulegum Instagram reikningi, lekið upplýsingum í The Sun,“ skrifaði Coleen þegar hún sakaði Vardy um að leka í blöðin.

Vardy hefur alltaf hafnað sök en Coleen var örugg á því að þetta hafi komið frá aðgangi Vardy, líklega einhver sem sá um samfélagsmiðla hennar. Var Coleen dæmdur sigur í einkamáli þeirra.

Málið hefur verið í gangi í fjögur ár en þá sagði Coleen frá því að sú sem væri undir grun væri Rebekah Vardy, eiginkona Jamie Vardy fyrrum samherja Wayne Rooney. ,,Síðustu fimm mánuði hef ég deilt helling af falsfréttum til að sjá hvort það myndi rata í The Sun. Það gerðist, fréttir um að velja kyn af næsta barni í Mexíkó. Að ég væri að snúa aftur í sjónvarp og það nýjasta, að það væri leki í kjallaranum okkar,“ allt þetta rataði í The Sun og Rebekah Vardy var sú eina sem sá færslurnar. ,,Ég hef vistað allar myndir sem sanna að bara einn aðili hefur séð þessar sögur á Instagram. Það er Rebekah Vardy,“ skrifaði Coleen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist

Sturlun í Sunderland í gærkvöldi – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni

Breytingar á leikjum í Bestu deildinni