Sheikh Jassim sem reyndi að kaupa Manchester United fyrir nokkrum árum gæti komið aftur að borðinu núna til að reyna að kaupa félagið í heild.
Sheikh Jassim reyndi að kaupa United þegar Sir Jim Ratcliffe keypti 29 prósent í félaginu. Manchester Evening News fjallar um málið.
Þannig er að koma tími á það að Glazer fjölskyldan sem á meirihluta í félaginu getur farið fram á það að þeir sem eigi minni hlut geti selt sinn hlut á sama tíma.
Sheikh Jassim gæti þannig komið að borðinu samkvæmt Manchester Evening News og keypt Glazer fjölskyluna út og þá yrði Ratcliffe að selja honum einnig.
Ratcliffe myndi þá fá alla þá fjármuni sem hann hefur sett í félagið en það er sagt að það andi illu á milli Ratcliffe og Glazer um þessar mundir.