fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

KSÍ í samstarf við SÁÁ til að taka á spilavanda fólks

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. maí 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og SÁÁ munu standa saman að verkefni sem ætlað er að vekja athygli á spilavanda og hvetja einstaklinga sem þurfa á því að halda að leita sér viðeigandi aðstoðar.

Framboð veðmálasíðna og notkun veðmála hefur aukist mikið að undanförnu og hafa veðmál og spilavandi verið enn meira áberandi í opinberri umræðu. KSÍ og SÁÁ hefja sameiginlega herferð sem miðar að því að opna umræðuna og vekja athygli á þeim neikvæðu áhrifum sem spilavandi og veðmál geta haft. Með samstarfinu vonast KSÍ og SÁÁ til að rjúfa hindranir og hvetja fleiri til að stíga fyrsta skrefið í að leita sér hjálpar.

Tilgangur SÁÁ er að vinna að því að draga úr skaðlegum áhrifum fíknisjúkdóma á einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild. Samtökin stuðla að bættu heilbrigði, lífsgæðum og félagslegum úrræðum með því að veita þjónustu, stuðning og fræðslu. Grunnur herferðarinnar verður að vekja athygli á starfsemi SÁÁ og þeirri þjónustu sem samtökin bjóða upp á fyrir einstaklinga sem glíma við spilavanda.

„Við erum stolt af þessu mikilvæga samstarfi við KSÍ. Samstaða um að vekja athygli á spilavanda getur haft raunveruleg áhrif, ekki síst innan hópa ungra áhugamanna um knattspyrnu“ segir Anna Hildur Guðmundsdóttir, formaður SÁÁ. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ bætir við að „Spilavandi er orðinn vaxandi vandamál í okkar samfélagi. Með þessu átaki vonumst við til að geta leitt umræðuna um spilavanda og stuðlað að frekari fræðslu fyrir þá sem þurfa á því að halda. Það er mikilvægt að vekja athygli á því hvert fólk getur leitað eftir hjálp.“

Hægt verður að fylgjast betur með verkefninu þegar fram líða stundir á miðlum KSÍ og SÁÁ, sem vilja leggja áherslu á að allir geti leitað sér hjálpar og ráðgjafar, hvort sem um er að ræða leikmenn, þjálfara, dómara, aðstandendur eða almennt áhugafólk um knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum
Firmino fer til Katar

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir

Leitast ekki eftir því að selja og vilja 100 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“

Maresca tjáir sig um Madueke: ,,Hann ákvað það sjálfur“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“

Virtist skjóta á fyrrum stjóra félagsins – ,,Erum komnir í úrslitaleikinn vegna hans“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum

Eiginkona Jota mætti fyrir utan Anfield ásamt börnunum
433Sport
Í gær

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri

Skilur ekkert í kaupstefnu Arsenal – Hefði frekar framlengt við Nwaneri
433Sport
Í gær

Vestri spilar við Val í úrslitum

Vestri spilar við Val í úrslitum
433Sport
Í gær

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð

Chelsea fær 25 milljónir punda fyrir markvörð
433Sport
Í gær

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn

Fékk slæmar fréttir eftir að hafa sigrast á krabbameini í annað sinn