fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson sérfræðingur Þungavigtarinnar og fyrrum þjálfari KFA ræddi við Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfara KR á föstudag.

Þar ræddu þeir um leik Breiðabliks og KR sem fram fór í Bestu deildinni í gær, leiknum lauk með 3-3 jafntefli þar sem gleðin var mikil.

Breiðablik komst í 2-0 áður en KR komst í 2-3 en Blikar jöfnuðu leikin í restina þar sem KR-ingar héldu áfram að sækja.

Skemmtilegur fótbolti KR er að gleðja stuðningsmenn KR en Mikael ólst upp sem KR-ingur. „Það eru 12-13 ár síðan ég hafði gaman af því að horfa á KR, það er mikið að gerast þarna núna,“ sagði Mikael í Þungavigtinni í dag.

Mikael spjallaði við Óskar á föstudag. „Ég talaði við Óskar í síma á föstudag og síðustu orð mín til hans voru að það væri helvíti gott að vinna þennan leik og ef liðið væri yfir í leiknum hvort það væri ekki hægt að þétta aðeins niður og taka stigin þrjú. Hann sagði bara nei um leið.“

Óskar ætlar sér að spila sóknarfótbolta sama hvað það kostar. „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki, svo fékk ég þetta í andlitið í gær. KR hefði unnið leikinn ef þeir hefðu þétt niður í gær.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
433Sport
Í gær

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins

Heiðraði minningu Jota í fyrsta tapleik tímabilsins
433Sport
Í gær

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“

Virkilega ósáttur með fjölmiðlamenn: Ákváðu að blanda honum í málið – ,,Eitthvað sem ég sagði fyrir tíu árum“