fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Hættir afar óvænt og fær hressilega á baukinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. maí 2025 17:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski markvörðurinn Mary Earps hefur lagt landsliðshanskana á hilluna þegar aðeins nokkrar vikur eru í EM í Sviss.

Ákvörðunin kemur mikið á óvart, en hin 32 ára gamla Earps var í hópi Englands sem vann EM 2022 og fór alla leið í úrslitaleik HM ári síðar.

Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands, fór aðspurð ekki leynt með vonbrigði sín í garð Earps fyrir ákvörðun sína.

Earps hefur þá fengið á baukinn frá einhverjum frá því hún tilkynnti um ákvörðun sína, til að mynda í blaðinu Telegraph.

Þar er hún sökuð um eigingirni því hún hafi hætt með landsliðinu þar sem hún átti ekki að vera fyrsti kostur í markið í Sviss í sumar.

Earps er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi, en hún var þar áður hjá Manchester United í nokkur ár.

England hefur leik á EM 5. júlí, en liðið er í afar sterkum riðli með Frökkum, Hollendingum og Wales. Ísland tekur að sjálfsögðu þátt í mótinu einnig og er með Noregi, Finnlandi og heimakonum Sviss í riðli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl