

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, er sagður hafa efasemdir um að taka við Wolves eftir að hann var orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina.
Ten Hag hefur verið án starfs frá 1. september, þegar Bayer Leverkusen sagði honum upp eftir aðeins þrjá leiki og 62 daga við stjórnvölinn.
Hollendingurinn var rekinn frá Manchester United í október í fyrra og er nú sagður á óskalista Wolves, sem sitja á botni deildarinnar og leita að nýjum stjóra.
Þetta kemur í kjölfar þess að Wolves ákváðu að láta Vítor Pereira fara um helgina eftir slakt gengi í upphafi tímabils.
Samkvæmt The Times hefur Wolves átt óformleg samskipti við Ten Hag í gegnum millilið, en engar formlegar samningaviðræður hafa hafist. Talið er að Ten Hag sé tregur til að taka við liðinu miðað við þá erfiðu stöðu sem félagið er í í botnbaráttunni.