fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United, Erik ten Hag, er sagður hafa efasemdir um að taka við Wolves eftir að hann var orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

Ten Hag hefur verið án starfs frá 1. september, þegar Bayer Leverkusen sagði honum upp eftir aðeins þrjá leiki og 62 daga við stjórnvölinn.

Hollendingurinn var rekinn frá Manchester United í október í fyrra og er nú sagður á óskalista Wolves, sem sitja á botni deildarinnar og leita að nýjum stjóra.

Þetta kemur í kjölfar þess að Wolves ákváðu að láta Vítor Pereira fara um helgina eftir slakt gengi í upphafi tímabils.

Samkvæmt The Times hefur Wolves átt óformleg samskipti við Ten Hag í gegnum millilið, en engar formlegar samningaviðræður hafa hafist. Talið er að Ten Hag sé tregur til að taka við liðinu miðað við þá erfiðu stöðu sem félagið er í í botnbaráttunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Albert mætti í Landsrétt í morgun

Albert mætti í Landsrétt í morgun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi

Ungir Akureyringar eiga krefjandi verkefni fyrir höndum í Grikklandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu

Afar þægilegt hjá Arsenal í Tékklandi – Markalaust á Ítalíu