

Aðalmeðferð er hafin í máli landsliðsmannsins Alberts Guðmundssonar, sem sætir ákæru fyrir nauðgun, í Landsrétti, en vakin er athygli á þessu á Vísi.
Albert var ákærður fyrir nauðgun í júní í fyrra en var sýknaður fyrir rúmu ári. Dómnum var áfrýjað.
Albert var sjálfur mættur í Landsrétt í morgun við upphaf aðalmeðferðar. Búist er við að henni ljúki á morgun. Þinghald fer fram fyrir luktum dyrum. Dóms er svo að vænta í byrjun desember.
Albert er leikmaður Fiorentina á Ítalíu og með bestu knattspyrnumönnum sem Ísland á um þessar mundir.