fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Sagðir hafa fundað með Eiði Smára

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. október 2025 11:36

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen hefur fundað með Selfyssingum um að gerast næsti þjálfari karlaliðsins samkvæmt Fótbolta.net.

Knattspyrnugoðsögnin hefur ekki verið í þjálfun frá því að hann var hjá FH tímabilið 2022, en sagði frá því í Dr. Football á dögunum að hann teldi endurkomu í þjálfun líklega á einhverjum tímapunkti.

Bjarni Jóhannsson hætti með Selfoss eftir að liðið féll úr Lengjudeildinni og niður í 2. deild í haust og er því í þjálfaraleit.

Auk þess að þjálfa FH hefur Eiður Smári verið aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, sem og U-21 árs landsliðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta andlát ungs manns eftir skelfilegt slys

Staðfesta andlát ungs manns eftir skelfilegt slys
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Í gær

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“

Veltu fyrir sér næstu skrefum Halldórs – „Ég held að það sé augljós kostur“
433Sport
Í gær

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir

Fyrrum enskur landsliðsmaður æfir hjá Frank Lampard – Vona að hann skrifi undir