

Hermann Hreiðarsson mun taka við sem næsti þjálfari Vals. Þetta herma heimildir 433.is, verið er að ganga frá síðustu hnútunum áður en Hermann skrifar undir.
Hermann mun á sama tíma hætti sem þjálfari HK í Lengjudeildinni. HK hefur undanfarna viku verið að skoða í kringum sig eftir að Valur fékk leyfi til að ræða við Hermann.
Fyrir helgi sagði Fótbolti.net frá því að Chris Brazell yrði líklgea aðstoðarmaður Hermanns á Hlíðarenda.
Áður en Hermann getur tekið formlega við Val þarf félagið að byrja á því að segja upp Srdjan Tufegdzic, núverandi þjálfara liðsins.
Tufegdzic var að klára sitt fyrsta heila tímabil sem þjálfari Vals en liðið fékk silfur bæði í deild og bikar á liðnu tímabili. Hann mun hins vegar ekki halda áfram með liðið.
Hermann hefur verið í þjálfun frá árinu 2013 þegar hann tók við ÍBV, síðan hefur hann þjálfað Þrótt Vogum, ÍBV aftur, HK og einnig komið að þjálfun erlendis