
Stuðningsmenn danska stórveldisins FC Kaupmannahafnar eru margir hverjir ansi ósáttir við stöðu mála eins og er, en illa hefur gengið á leiktíðinni.
FCK hefur ekki unnið í fimm leikjum í röð í öllum keppnum og er nú átta stigum á eftir toppliði AGF í deildinni heima fyrir. Liðið gerði ósannfærandi markalaust jafntefli við Viborg á Parken í gær.
Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason, sem hefur komið sterkur inn í aðalliðið undanfarið og skoraði gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðustu viku, byrjaði á bekknum í gær og kom inn á í restina. Fjöldi stuðningsmanna kallar eftir því að hann fái traustið á þessum erfiðu tímum.
„Inn á með Daðason!“ sagði til að mynda í færslu Copenhagen Sundays, eins stærsta hlaðvarps sem fjallar um FCK í Danmörku.
Margir tóku í sama streng en aðrir dýpra í árinni. „Hann er heiladauður fyrir að bíða svo lengi með að setja Daðason inn,“ skrifaði einn stuðningsmaður um Jacob Neestrup, þjálfara FCK.
„Daðason gerði meira en Claesson á níu mínútum,“ sagði þá annar, en Viktor kom inn á fyrir Svíann.
KOM SÅ MED DADASON!!!#fcklive
— Copenhagen Sundays (@CphSundays) October 26, 2025
Terror at Dadason ikke starter, at han slet ikke spiller mand, føj #fcklive
— J (@JK_KBH_) October 26, 2025
Få nu Dadason ind! #fcklive
— SebJep (@SniffernIRL) October 26, 2025
Hjernedødt at vente så længe med at sende Dadason i spil 🙄 #fcklive
— Tobias (@TobeDahl) October 26, 2025
Dadason har været mere farlig på 9 minutter end Claesson.. #fcklive
— Nikolaj (@NSundgaard) October 26, 2025
Er der nogen der kan fortælle mig hvorfor Neestrup ikke vælger at spille Dadason fra start?
Han er i form og har selvtillid. Og Neestrup har højlydt råbt på lige netop denne type spiller— C (@Maigaard84) October 26, 2025