

Virgil van Dijk hefur opinberað að hann hafi kallað leikmenn Liverpool saman á mánudag til alvarlegrar umræðu um slæmt gengi liðsins undanfarið.
Hollandinn var augljóslega niðurbrotinn eftir 1-2 tap gegn Manchester United á sunnudag, fjórða tap liðsins í röð og taldi nauðsynlegt að ræða stöðuna áður en liðið hélt til Þýskalands í Meistaradeildarleik gegn Eintracht Frankfurt.
„Á mánudag voru allir leiðir, sérstaklega eftir tap á heimavelli gegn United,“ sagði Van Dijk.
„Við höfum ekki tapað mörgum heimaleikjum á mínum tíma hjá Liverpool, svo þetta var erfitt. En þetta var ekki neitt krísufundur, við vildum bara koma saman, ræða hlutina og halda ró okkar.“
Hann bætti við að mikilvægt væri að loka á utanaðkomandi hávaða og halda einbeitingu. „Það er alltaf einhver sem talar, alltaf einhver sem veit betur. En eina leiðin til að snúa þessu við er að standa saman, bæta sig og halda trú á verkefninu.“
Samtalið virðist hafa haft tilætluð áhrif, því Liverpool svaraði fyrir sig á besta mögulega hátt með 5-1 stórsigri á Frankfurt í Meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið.