
Serhou Guirassy er með 50 milljóna evra klásúlu í samningi sínum við Dortmund sem gildir hins vegar aðeins um nokkur félög.
Bild fjallar um málið, en hinn 29 ára gamli Guirassy er eftirsóttur, sér í lagi af Barcelona, en félagið er einmitt á listanum yfir félögin sem klásúlan nær yfir.
Þar eru einnig Arsenal, Chelsea, Liverpool, Manchester City, Manchester United og Real Madrid. Önnur félög þurfa að greiða 90 milljónir punda fyrir framherjann.
Börsungar eru í leit að arftaka Robert Lewandoswski, en líklegt er að hann yfirgefið félagið þegar samningur hans rennur út næsta sumar.
Guirassy kom til Dortmund frá Stuttgart fyrir síðustu leiktíð.