Hermann Hreiðarsson færist nær því að taka við sem þjálfari karlaliðs Vals, samkvæmt Fótbolti.net.
Viðræður við Hermann eru sagðar hafa gengið vel í vikunni og virðist sem svo að það gangi upp að semja við knattspyrnugoðsögnina.
Hermann stýrði HK í úrslitaleik umspils um sæti í efstu deild í haust, þar sem liðið tapaði fyrir Keflavík. Hann virðist þó á leið í Bestu deildina.
Fótbolti.net segir að Chris Brazell, fyrrum þjálfari karlaliðs Gróttu og nú afreksþjálfari hjá Val, verði aðstoðarmaður hans.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, er í dag þjálfari Vals en verður hann líklega ekki áfram í starfi, þrátt fyrir að hafa skilað liðinu í 2. sæti deildarinnar og verið í toppbaráttu lengi vel.