Laura Schmitt, kærasta spænska landsliðsmannsins og Barcelona-stjörnunnar Dani Olmo, tók þátt í ljósmyndatöku fyrir þýska tímaritið TUSH sem hefur vakið athygli.
Þessi 26 ára gamli áhrifavaldur var nefnilega nakin með vel valin blóm á sér sem huldu líkamann í myndatökunni.
„Ég lá alveg nakin á settinu í sjö klukkustundir. En það var einmitt ástæðan fyrir þessu, ég vildi stíga út úr þægindarammannum og sýna líkama minn á þennan hátt,“ segir Schmitt í eigin hlaðvarpi.
Tuttugu manns voru á settinu, þar af fimmtán karlmenn.
„Karlarnir fóru út úr settinu þar til ég var hulin með blómunum. Þeir gerðu allt sem þeir gátu til að halda þessu þægilegu fyrir mig,“ sagði Schmitt, sem er afar stolt af verkefninu.
Afraksturinn er hér að neðan.