Knattspyrnumaðurinn Jose Antonio Barrientos Lopez, betur þekktur sem Tonito, lést í mótorhjólaslysi á dögunum, aðeins 20 ára gamall.
Samkvæmt fréttum frá heimalandi hans, Hondúras, ók Tonito mótorhjóli sínu einn þegar hann missti stjórn á því og rakst á rafmagnsstaur nálægt æfingasvæði félagsins FC Amigos. Vegfarendur reyndu að veita honum fyrstu hjálp, en hann lést áður en sjúkrabíll komst á vettvang.
Tonito lék fyrir FC Amigos í Omoa-deildinni og var samkvæmt mörgum talinn efnilegur leikmaður sem hefði getað komist í stærri deildir í Suður-Ameríku. Félagið lýsti mikilli sorg í yfirlýsingu og sagði Tonito hafa verið frábæran félaga og sem bróður innan leikmannahópsins.
Samkvæmt tölum yfirvölda er Tonito meðal tæplega 1500 einstaklinga sem hafa látist í umferðarslysum í Honduras á þessu ári.