fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Ronaldo bætti enn eitt metið í gær – Fertugur og heldur áfram að skora fyrir Portúgal

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 20:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo hefur slegið nýtt met í markaskorun í undankeppni Heimsmeistaramóta eftir að hafa skorað tvisvar fyrir Portúgal í 2–2 jafntefli gegn Ungverjalandi á þriðjudagskvöld.

Ronaldo, sem er orðinn fertugur, sýndi að hann hefur engu gleymt með frábærri frammistöðu og tveimur mörkum sem tryggðu honum sæti í sögubókunum.

Fyrra markið kom eftir dæmigerða hreyfingu hans inni í teig, hann fylgdi eftir fyrirgjöf Nelsons Semedo og potaði boltanum í netið af stuttu færi.

Með þessum mörkum er Ronaldo kominn með 41 mark í undankeppni Heimsmeistaramóta, meira en nokkur annar leikmaður í sögunni. Hann fer þar með fram úr Carlos Ruiz frá Gvatemala, sem skoraði 39 mörk, og eykur forskot sitt á Lionel Messi sem er með 36 mörk fyrir Argentínu.

Ronaldo, sem hefur leikið yfir 200 landsleiki fyrir Portúgal, heldur því áfram að bæta við metin á síðustu árum ferils síns.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Viðar Örn kveður Akureyri

Viðar Örn kveður Akureyri
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann

Mættur aftur til starfa hjá Tottenham eftir 30 mánaða bann
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar

Einn sá besti með klásúlu og getur farið næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir

Fór í læknisskoðun í gær en hætta við að skrifa undir
433Sport
Í gær

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Í gær

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans