Liverpool er að tryggja sér stærsta samning um auglýsingu á treyjum, verður hann sá hæsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar, þar sem félagið ætlar að fá 70 milljónir punda á ári.
Núverandi styrktaraðili Liverpool er alþjóðabankinn Standard Chartered, en samningurinn þeirra gildir til sumarsins 2027.
Standard Chartered hefur forgangsrétt á því hvort þeir vilja halda áfram sem langvarandi styrktaraðili félagsins, og stjórnendur Liverpool ætla að hefja viðræður.
Samkvæmt enskum blöðum er talið að samkomulag við Standard Chartered geti verið í sjónmáli fljótlega. Liverpool mun þó ekki útiloka að skoða aðra valkosti, þar á meðal aðra stóra banka.
Klúbburinn hefur haft nafn Standard Chartered á framan á rauðum treyjum sínum síðan 2010. Núverandi samningur er virði 50 milljónir punda á ári fyrir félagið.
Keppinautar Liverpool, Manchester United sem heimsækja Anfield á sunnudag og Manchester City, hafa nú þegar stærstu svona samningana í deildinni og fá 60 milljónir punda á ári.