fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
433Sport

Gylfi Þór gerir upp kjaftasögu sumarsins – „Hann hló af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 15. október 2025 08:30

Gylfi Þór Sigurðsson, Mynd DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé fyrir Gylfa. Hann stendur nú uppi sem Íslandsmeistari og gerir upp tímabilið í ítarlegu viðtali við 433.is.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Gylfa:

Eitt af því sem Gylfi ræddi í viðtalinu voru þeir menn sem spiluðu mest með honum á miðsvæðinu undir lok tímabils þegar Víkingur blómstraði.

„„Mjög gott að spila með honum, góður með sprengikraft,“ segir Gylfi um Daníel Hafsteinsson sem kom til Víkings fyrir tímabilið líkt og Gylfi.

„Hann er rólegur á boltann, vill fá hann og með geggjuð skot og fyrirgjafir. Yndislegt að spila með honum, við náðum mjög vel saman.“

Valdimar Þór
Mynd: DV/KSJ

Maðurinn fyrir framan þá hefur svo verið Valdimar Þór Ingimundarson sem hafði áhuga á því að fara til Vals um mitt tímabil en fékk það ekki í gagn.

„Við ræddum alveg saman, það var gert meira úr þessu en staðreyndirnar voru,“ sagði Gylfi um það að Valdimar hefði verið orðaður við Val.

„Hann var frekar rólegur sjálfur, hann er með mikið keppnisskap en segir ekki mikið. Hann var aldrei með nein leiðindi, það var meira gert grín af honum í klefanum. Hann hlóg af þessu sjálfur, við vorum mjög rólegir yfir þessu. Við vissum að hann væri ekki að fara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England

Fyrrum framherji Arsenal að skipta um landslið – Lék einn leik fyrir England
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans

Opnar sig um það þegar átta ára drengur lést í fangi hans
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“

Gylfi hrósar Sölva og talar um þetta sem hans stærsta kost – „Hefðu getað farið á taugum og leitað eftir galdralausn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool

Segir þetta stærstu mistök sín sem dómari – Allir stóru dómarnir féllu með Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða

Skella verðmiða á hann í kjölfar áhuga Real Madrid og enskra stórliða
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki

Svona er hópur Þorsteins fyrir tvo mikilvæga leiki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi

Solskjær líklegur til að taka við spennandi starfi