fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Telja að erlent glæpagengi hafi brotist inn og tekið muni fyrir 120 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. september 2025 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Innbrotsþjófar brutust um helgina inn á heimili Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgals, og skosku eiginkonu hans Beth Thompson í strandbænum Cascais nærri Lissabon.

Þjófarnir komust undan með skartgripi og hönnunarúr að verðmæti sem talið er geta numið allt að 700.000 pundum, eða um 120 milljónum króna.

Parið var fjarverandi í um fjórar klukkustundir síðdegis á laugardag þegar innbrotið átti sér stað. Talið er að þjófarnir hafi brotið sér leið inn um glugga og skipulagt innbrot sitt með það að leiðarljósi að þau yrðu ekki heima.

Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að innbrotið hafi verið verk útlends glæpagengis sem sérhæfir sig í innbrotum í dýrar eignir. Rannsókn stendur yfir og réttarmeinafræðingar hafa þegar farið yfir vettvang í leit að vísbendingum.

Martinez, sem áður stýrði liðum á borð við Everton og Swansea, tók við þjálfun portugalska landsliðsins eftir HM í Katar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl