ÍA vann frábæran sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks á heimavelli í dag. Var hann dýrmætur í botnbaráttunni.
Skagamenn leiddu verðskuldað í hálfleik eftir mörk frá Ómari Birni Stefánssyni og Gísla Laxdal Unnarssyni.
Blikar náðu ekki að saxa forskotið í seinni hálfleik heldur gulltryggði Steinar Þorsteinsson 3-0 sigur ÍA í lokin.
Skagamenn eru enn í neðsta sæti deildarinnar en nú aðeins 5 stigum frá öruggu sæti þegar ein umferð er eftir fyrir tvískiptingu.
Blikar eru í fjórða sæti og 7 stigum frá toppliði Vals þegar öll lið hafa nú leikið jafnmarga leiki.