fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Þjálfari Frakklands bálreiður eftir að baulað var á leikmann liðsins í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 10. september 2025 11:30

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands /GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, lét óánægju sína í ljós eftir að stuðningsmenn landsliðsins bauluðu á Adrien Rabiot í leik gegn Íslandi í undankeppni HM á þriðjudagskvöldið.

Rabiot, sem hefur átt í erfiðar vikur eftir að hafa verið rekinn frá Marseille vegna ágreinings við liðsfélagann Jonothan Rowe, sneri nýlega aftur til Ítalíu og gekk í raðir AC Milan.

En í heimalandinu virðist 30 ára miðjumaðurinn vera langt frá því að njóta vinsælda meðal annars vegna þeirrar staðreyndar að móðir hans, Veronique Rabiot, er jafnframt umboðsmaður hans og þekkt fyrir beinskeytt viðtöl.

Deschamps þoldi ekki að horfa upp á leikmann sinn vera baulaðan af eigin stuðningsmönnum. „Það er óásættanlegt. Hann er landsliðsmaður Frakka, hann klæðist landsliðstreyjunni,“ sagði Deschamps við fjölmiðla eftir leik.

„Það sem hann gerir hjá félagsliði sínu kemur mér ekki við. Adrien er nógu sterkur, og hann sneri þessu við á lokakaflanum með frábærri tæklingu.“

„Enginn leikmaður ætti að þurfa að sætta sig við þetta. Þetta er franska landsliðið, hann er Frakki, rétt eins og allir hinir. Þetta má ekki gerast.“

Rabiot var á sínum tíma í miklum metum meðal stuðningsmanna PSG en sambandið við félagið súrnaði verulega áður en hann yfirgaf það árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn