Tyrrel Malacia bakvörður Manchester United situr einn eftir af þeim leikmönnum sem Ruben Amorim vildi burt frá félaginu.
Malacia hefur fengið líflínu því Eyupspor í Tyrklandi vill hann á láni.
Félagaskiptaglugginn í Tyrklandi lokar á föstudag og því getur Malacia enn farið frá félaginu.
Malacia er 26 ára hollenskur bakvörður sem var á láni hjá Feyenoord í fyrra en hollenska félagið vildi ekki kaupa hann.
United hefur í sumar losað sig við þá menn Amorim vildi burt og er Malacia einn eftir úr þeim hópi en Andre Onana er á leið til Tyrklands á láni til Trabzonspor.