Tim Sells, enskur knattspyrnþjálfari og svakalegur áhugamaður um íþróttina, lést á dögunum og er hans minnst í fjölmiðlum þar í landi.
Þar er því lýst að Sells hafi helgað líf sitt fótboltanum. Þjálfaði hann einnig börn, til að mynda hjá Gillingham, Millwall og Crystal Palace. Spilaði hann þá sjálfur á áhugamannastigi.
Sells var við æfingar í líkamsrækt þegar hann fékk hjartaáfall. Var hann fluttur á sjúkrahús, þar sem hann lést í faðmi fjölskyldunnar.
Sells var aðeins 47 ára gamall. Skilur hann eftir sig eiginkonu til 15 ára og tvö börn, 10 og 13 ára. Er honum lýst sem afar hjartahlýjum manni í kveðjum frá fjölskyldu, félögum sem hann spilaði með og fleirum.