Chelsea er að tryggja sér þjónustu Facundo Buonanotte frá Brighton, en sá var talinn á leið til Leeds fyrir skömmu.
Kantmaðurinn kemur á láni frá Brighton, en hann var einmitt á leið á láni til Leeds. Félagið var með flugvél klára í gær en Argentínumaðurinn mætti ekki.
Nú er hann að fara að skrifa undir hjá Chelsea, sem hefur styrkt sig vel sóknarlega í sumar. Liam Delap, Joao Pedro og Jamie Gittens eru allir komnir og er Alejandro Garnacho á leiðinni.
Buonanotte er aðeins tvítugur og var hann á láni hjá Leicester, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra.