Blackburn Rovers ætlar að reyna að fá Andra Lucas Guðjohnsen framherja Gent í Belgíu áður en félagaskiptaglugginn lokar á mánudag.
Andri má fara frá Gent en fjöldi félaga hefur sýnt því áhuga að kaupa hann.
Andri var keyptur til Gent síðasta sumar frá Lyngby og gerði fína hluti á sínu fyrsta tímabili í belgíska boltanum.
Íslenski landsliðsmaðurinn á að mæta til æfinga með landsliðinu á mánudag fyrir fyrstu leiki í undankeppni HM.
Preston sem er í næst efstu deild líkt og Blackburn hefur sýnt Andra mikinn áhuga en búist er við að eitthvað gerist á næstunni.
Blackburn chase Icelandic striker https://t.co/YJti1tpc0o
— Alan Nixon (@reluctantnicko) August 29, 2025