Crystal Palace er komið af stað í viðræður um kaup á Harvey Elliott sem félagið vill fá á næstu dögum.
Félagaskiptaglugginn lokar á morgun en Palace vill fá enska leikmanninn til að fylla skarð Eberechi Eze.
Eze var seldur til Arsenal um helgina og vantar Palace aðila til að leysa hann af hólmi.
Elliott vill fara frá Liverpool í sumar til að komast í stórt hlutverk en hann hefur mikið verið orðaður við RB Leipzig.
Liverpool er talið vilja um 50 milljónir punda fyrir enska miðjumanninn sem er 22 ára gamall.