Íslendingalið Brann fór þægilega inn í deildarkeppni Evrópudeildarinnar með sigri á Larnaca frá Kýpur í dag.
Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson voru báðir í byrjunarliðinu í 0-4 sigri, 6-1 samanlagt.
Freyr Alexandersson er auðvitað þjálfari norska liðsins, sem er í þriðja sæti deildarinnar heima fyrir.