fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Erfitt val bíður Arnars – „Ég ætla ekki að væla yfir því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 27. ágúst 2025 16:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mikil samkeppni um stöðu markvarðar hjá íslenska karlalandsliðinu, en Hákon Rafn Valdimarsson og Elías Rafn Ólafsson spila í stórum liðum.

Hákon hefur verið aðalmarkvörður í undanförnum landsliðsverkefnum en er hann hins vegar kostur númer tvö hjá liði sínu, úrvalsdeildarliðinu Brentford. Hann stóð þó milli stanganna og stóð sig frábærlega í 0-2 sigri á Bournemouth í enska deildarbikarnum í gær.

Hákon Rafn Valdimarsson. Mynd: DV/KSJ

Elías er þá orðinn aðalmarkvörður danska liðsins Midtjylland á nýjan leik. Um er að ræða lið sem verður í deildarkeppni Evrópudeildarinnar í vetur.

„Þetta er eiginlega góður hausverkur. Það væri frábært ef þeir væru báðir að spila og báðir fastamenn. Staðan fyrir svona mánuði var sú að þeir voru hvorugir að spila en nú eru þeir báðir komnir í blússandi form, sérstaklega Elías og Hákon átti stórleik í gær,“ segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari um markmannsmálin.

Elías Rafn Ólafsson. Getty Images

„Ég ætla ekki að væla yfir því að þurfa að velja milli tveggja frábærra markmanna. Það er bara gott fyrir okkur.“

Ísland mætir Aserbaídsjan og Frakklandi í fyrstu leikjum undankeppni EM í næsta mánuði. Þess má geta að Anton Ari Einarsson hjá Breiðabliki er þriðji markvörðurinn í hópnum.

Ítarlegt viðtal við Arnar um nýjasta landsliðshópinn og komandi leiki er í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun

U21 árs landsliðið í fullu fjöri á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn

Vissi að ferilinn væri á enda þegar hann ræddi um Tony Adams við samherja sinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Í gær

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Í gær

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
Hide picture