Barcelona var mjög nálægt því að fá sóknarmanninn Alexander Isak á sínum tíma er hann lék með Real Sociedad.
Þetta segir fyrrum yfirmaður knattspyrnumála félagsins, Ramon Planes, en Isak er í dag leikmaður Newcastle.
Barcelona reyndi að fá leikmanninn frá Sociedad en þurfti að lokum að sætta sig við tap í baráttunni gegn Newcastle sem er fjárhagslega sterkara félag.
,,Við getum talað um leikmenn sem höfðu áhuga en að lokum var ekki möguleiki að fá þá inn,“ sagði Planes.
,,Ég man eftir Isak, leikmaður sem ég er mjög hrifinn af. Ég sá hann em framherja fyrir Barcelona, mjög hreyfanlegan sóknarmann.“
,,Ég get sagt ykkur það að við vorum mjög, mjög nálægt því að fá hann inn á þessum tíma en að lokum gekk það ekki upp.“