Breiðablik vann ansi þægilegan sigur á Val í stórleik að Hlíðarenda í Bestu deild kvenna í kvöld.
Birta Georgsdóttir og Agla María Albertsdóttir komu gestunum í þægilega stöðu snemma leiks og staðan í hálfleik var 0-2.
Blikar voru með góð tök á leiknum en létu eitt mark í viðbót duga, sjálfsmark Lillýar Rutar Hlynsdóttur snemma í seinni hálfleiks. Lokatölur urðu 0-3.
Breiðablik er á toppi deildarinnar með 31 stig, 6 stigum á undan FH og Þrótti, sem þó eiga leik til góða.
Valur er í tómu brasi og aðeins með 15 stig í fimmta sæti, 5 stigum fyrir ofan fallsvæðið.